top of page

Álit almennings

á rafmagnsbílum

Til þess að fá álit almennings á rafmagnsbílum miðað við bensínbíla gerðum við könnun þar sem við spurðum 9 spurninga um álit og 2 aðrar spurningur fyrir upplýsingar um þáttakendur.

 

1.  Hvort ætlar þú að kaupa rafmagnsbíl eða bensínbíl þegar þú kaupir þér nýjan bíl?

Hérna svöruðu 39,87% eða 61 manns að þeir ætluðu að kaupa rafmagnsbíl en 60,13% eða 92 sem sögðu bensínbíl.

 

2.  Ef rafmagnsbílar kostuðu það sama og bensínbílar, hvort myndir þú kaupa?

Hérna svöruðu 69,28% eða 106 manns að þeir myndu kaupa rafmagnsbíl en 30,72% eða 47 myndu kaupa bensínbíl ef þeir kostuðu það sama.

 

3.  Hvor tegundin finnst þér eiga vera ódýrari?

Langflestir eða 128 sögðu hérna að þeim finnst að rafmagnsbílar ættu að vera ódýrari en 28 sögðu að bensínbílar ættu að vera ódýrari.

 

4.  Hvort heldur þú að rafmagnsbílar eða bensínbílar séu öruggari fyrir þig sem bílstjóra?

61,44% eða 94 manns sögðu að rafmagnsbílar væru öruggari fyrir sig sem bílstjóra en 38,56% eða 59 sem sögðu að bensínbílar væru öruggari fyrir sig sem bílstjóra.

 

5.  Hvort heldur þú að rafmagnsbílar eða bensínbílar séu öruggari fyrir aðra í umferðinni?

Langflestir eða 66,01% eða 101 manns sögðu að rafmagnsbílar væru öruggari fyrir aðra í umferðinni en 33,99 eða 52 sem sögðu að bensínbílar væru öruggari fyrir aðra í umferðinni.

 

6.  Hvaða tegund heldur þú að fái hærri einkun í öryggis prófum?

Hérna sögðu 60,13% eða 92 manns að rafmagnsbílar fengu hærri einkunn í öryggisprófum. 39,87% eða 61 sögðu að bensínbílar fengu hærri einkun.

 

7.  Hvort heldur þú að rafmagnsbílar eða bensínbílar mengi meira?

Hérna urðu afgerandi niðurstöður af því að 88,89% eða 136 manns sögðu að bensínbílar menguðu meira en 11,11% eða 17 sögðu að rafmagnsbílar menguðu meira.

 

8.  Veistu hvort/hvernig rafmagnsbílar menga

 

 

 

 

 

 

 

 

74 af 153 sögðu “Nei” en í heild sögðu 92 að þeir menguðu ekki. 34 Segja að bíllinn mengi þegar rafhlaðan er búin. 27 af 153 vita að rafmagnsbilar menga og hvernig en 9 sem vita að þeir menga en ekki hvernig.

 

9.  Heldur þú að rafmagnsbílar muni taka við af bensínbílum í framtíðinni?

Langflestir sögðu já, eða 112 svöruðu “Já” við spurningunni. 12 sögðu “nei” og 29 “ég veit ekki”.

 

10.  Hversu gamall/gömul ertu?

18,3% eða 28 manns voru 12-16 ára en 7,84% eða 12 manns voru 17-22 ára. Langflestir eða 73,86% eða 113 manns voru 22 ára eða eldri.

 

11.  Ertu karlkyns eða kvenkyns?

Það voru fleiri konur en karlar sem tóku þátt í könnuninni okkar en 65,36% eða 100 konur sem tóku þátt en það voru 34,64% eða 53 karlar sem tóku þátt.

bottom of page