Um verkefnið
Hópurinn okkar ákvað að við myndum gera verkefni um rafmagnsbíla, bæði af því að við höfðum áhuga að vita meira um muninn á bílategundum og af því að við áttum ekki að gera neitt of flókið.
Við vorum vissir um að þetta væri gott viðfangsefni af því að auðvelt yrði að gera rannsóknarspurninguna og að afla upplýsinga en svo var ekki.
Rannsóknarspurningin okkar er “Að hvað leiti er notkun rafmagnsbíla betri kostur en notkun bensínbíla fyrir samfélagið í sambandi við öryggi, mengun, fjöldaframleiðslu, efnanotkun og álit almennings á Íslandi “.
Að móta rannsóknarspurninguna var ekki jafn mikil áskorun og upplýsingaöflunin. Upplýsingaöflunin var langt ferli þar sem við leituðum á netinu í marga, marga klukkutíma af einhverju sem við gætum notað. Við skiptum hugtökunum fjórum, heimildaskránni og að setja upp heimasíðuna niður á okkur, en álit almennings var gert með könnun og unnum við úr því saman.
Í kynningunni okkar settum við saman stuttan texta sem fjallar í grófum dráttum um flest allt sem við vorum að fjalla um í verkefninu.
Verkefnið sjálft er heimasíða með öllum þeim upplýsingum sem við öfluðum til þess að svara rannsóknarspurningunni. Þegar við tölum um rafmagnsbíla þá erum við að tala um Teslu en verkfnið yrði of yfirgripsmikið ef við hefðum tekið inn allar gerðir rafmagnsbíla og þá sem ganga fyrir rafmagni að hluta til.
Upplýsingum um öryggi rafmagnsbíla var aflað af meðal annars heimsíðu Tesla, upplýsingum frá NHTSA og af fréttarsíðum. Upplýsingar um mengun var aflað af fréttasíðum og vísindasíðu. Upplýsingar um efnanotkun var aflað af bílasíðum, vísindasíðum og fréttasíðum. Upplýsingar um fjöldaframleiðslu voru teknar af fréttasíðum og heimasíðum Tesla og Toyota.
Niðurstöðurnar sem við fengum voru þær að rafmagnsbílar eru betri kosturinn í sambandi við öryggi, álit almennings og mengun, en bensínbílar eru betri kostur í sambandi við efnanotkun og fjöldaframleiðslu.