top of page

Öryggi

Rafmagnsbíla

Öryggi bíla felst í mörgum hlutum, en mikilvægast er alltaf að halda farþegunum á lífi. Til þess eru til dæmis notuð belti og loftpúðaf. Aðrar leiðir eru samt til, til þess að minnka líkur á alvarlegum slysum, þar á meðal hvernig bílinn er gerður og úr hverju hann er gerður.

 

Samkvæmt “NHTSA” eða “National Highway Traffic Safety Administration” sem gefur öryggiseinkunnir, fær Tesla Módel S 5 af 5 stjörnum í öllum prófum sem bílar þurfa að taka og er ein af fáum ef ekki eina bifreiðin sem hefur fengið svo háa einkunn. Þegar teknar voru saman niðurstöður úr prófunum hefði Tesla módel S átt að fá 5,4 af 5 í heildareinkunn. Tesla Módel S eyðilagði einnig prófunarbúnaðinn sem hann átti að klessa á af því að hann gaf ekki undan við höggið. Það þurfti líka að nota sérstakan búnað til þess að hvolfa bílnum vegna góðrar hönnunar sem setur þyngdarpunktinn neðanlega. Allir bílar sem voru prófaðir fengu lægri einkunn í þessu prófi, voru a.m.k. 50% lélegri en Tesla. Til þess að koma í veg fyrir að farþegar í bílnum slasist eftir að annar bíll keyrir aftan á Tesluna, þá hefur Tesla sett “Double bumper” (tvöfaldan höggdeyfi) aftan á bílinn. Hinsvegar færðu hann aðeins ef þú ert með tvö auka aftursæti, annars ertu með einfaldan höggdeyfi sem getur samt líka stöðvað bifreið á ferð. Tesla módel S hefur venjuleg nútíma belti og nútíma loftpúða sem blása ekki aðeins upp fyrir framan stýrið heldur líka við hliðarglugga, sem minnka líkurnar á meiðslum bæði gegn höggi og gleri. En þrátt fyrir alla þessa kosti sem Tesla býður upp á þá þarf líka að muna að Tesla er með innbyggða tölvu sem hefur sjálfstýringu. Þetta gerir bílnum kleift að keyra sjálfum á vegum og er eitt af bestu þannig kerfum sem til eru. Gallinn er að þetta er tölva og eins og allar tölvur er hægt að hakka sig inn í hana. Þetta er kerfi sem er alltaf verið að bæta, uppfæra og breyta svo að það virki sem best. Hins vegar, þótt að Tesla sé með eitt af öruggustu tölvukerfum í bílum, er alltaf hægt að finna op. Þetta gæti mögulega verið banvænt fyrir farþega bílsins eða það er einfaldlega hægt að stela bílnum. Líkurnar á þessu eru samt sem áður svo fáránlega litlar að þetta skiptir varla máli en gæti samt minnkað öryggi bílsins ef eitthvað fer úrskeiðis. Síðasta öryggismál sem farið verður yfir er rafhlaðan. Oft er sagt að ef rafhlaðan skaddast eða skemmist þá muni kvikna í henni en þetta er ekki satt. Samkvæmt rannsókn sem var gerð í Bandaríkjunum kviknar í um það bil 287,000 bílum á ári en það hefur aðeins kviknað í nokkrum Tesla bílum og það gerðist aðeins vegna alvarlegra slysa sem hefðu drepið farþega í næstum öllum öðrum bílum.

bottom of page