top of page

Mengun

Rafmagnsbíla

Mengun:  Margir halda að rafmagnsbílar mengi ekki sem er ekki alveg rétt því það er mengandi þegar framleiðendurnir búa til rafhlöður.  Rafmagnsbílar hafa verið mjög dýrir og óhagkvæmir.  “Devonshire Research Group”er  fjárfestingfyrirtæki sem sérhæfir sig í að dæma eða meta tæknifyrirtæki, þeir skoðuðu gögnin hjá Tesla ítarlega og komust að þeirri niðurstöðu að umhverfisbæturnarnar hjá Tesla gætu orðið minni en fólk heldur.  Það er því að halda því fram að Tesla S (og, í kjölfarið, öll rafknúin ökutæki) skapi mengun og kolefnislosun á annan hátt.  Þótt að það líti þannig út að bensínbílar mengi meira þá er það ekki beint þannig, allir bílar menga þeir menga bara mismunandi.  Bensínbílar menga með olíu og bensíni en rafmagnsbílar menga þegar verið er að búa til rafhlöður þeirra.  Sums staðar er rafmagn framleitt með kolum en þannig virkjanir menga töluvert mikið vegna losunar á koltvísýringi (CO2).  Samanburðarrannsókn var gerð á rafbílnum Tesla Roadster og bensínbílnum Toyota Corolla og eftir þá rannsóknina vildi Toyota meina að rafbílar séu umhverfisvænni.  Að búa til rafhlöður í rafmagnsbíla er mjög sóðalegt, málmarnir sem eru notaðir eru þungmálmar og eru allir eitraðir og við vinnslu þeirra eru notuð mjög sóðaleg og óumhverfisvæn efni. (Sóðaleg Framleiðsla).  

 

Zink:  Zink er notað til að búa til húð utan um hluti úr járni og stáli, til þess að járnið ryðgi síður. Slíkir stálhlutir eru eins og silfurlitir á litinn og kallast galvaníseraðir.  

Blý:  Blý er málmur og líka frumefni. Það er mjög algengt að í rafhlöðum í bílum, eða bílabatteríum, sé notað blý til að rafhlöðurnar geti virkað eins og þær eiga að virka.  

Nikkel:   Nikkel er málmur og eitt af frumefnunum. Nikkel er t.d í svokölluðum Nikkel-Kadmíum rafhlöðum sem geta geymt mikla orku og eru oft notuð í ýmis handverkfæri til dæmis, eins og borvélar sem ekki þarf að stinga í samband við rafmagn.

Kadmíum:  er málmur og er líka eitt af svokölluðum frumefnum, og er bláhvítur á litinn, mjúkur og auðvelt að forma hann.  

Liþíum:   Lithium er málmur og líka eitt af svokölluðum frumefnum.

Kvikasilfur:   Kvikasilfur er líka málmur og eitt af frumefnunum.  Þessi málmur er sérstakur að því að hann er fljótandi við það hitastig sem er í kringum okkur og er það í kringum 20 gráður á selsíus.  Kvikasilfur má til dæmis finna líka oft í hitamælum.

Brúnkol. Brúnkol eru líka notuð við framleiðslu á mörgum rafhlöðum, þetta eru brún kol sem hafa verið grafin upp úr jörðinni úr öðrum löndum og flutt langar leiðir.

bottom of page