top of page

Fjöldaframleiðsla

Rafmagnsbíla

Þegar við tölum um fjöldaframleiðslu erum við aðeins að spá í tímanum og hvernig bílarnir eru búnir til. Ekki kostnað, mengun, eða efnanotkun.

 

Fjöldaframleiðsla Tesla er gerð í stóran part með vélmennum af ýmsum stærðum og gerðum. Þótt að það sé mikill mannskapur sem vinnur við það er alltaf verið að reyna að gera framleiðsluna sjálfvirka. Þá væru aðeins eftirlitsmenn og viðhalds starfsfólk fyrir vélarnar. En eins og nú er notar Tesla miklu meira af vélmennum en aðrir bílaframleiðendur. Hins vegar þarf ennþá sérhæft starfsfólk, til dæmis vélvirkja eða verkfræðinga til þess að smíða, fara yfir eða klára vélarnar í bílinn. Framleiðslan tekur ekki langan tíma, einn bíll er í um 3 daga (í framleiðslu) að vera settur saman í verksmiðjunni og um 2000 bílar eru gerðir á viku. Dýrasti hluturinn og það sem er erfiðast að gera í Tesla er rafhlaðan, en Tesla hefur smíðað sérstaka verksmiðju til þess að fjöldaframleiða rafhlöður auk annara hluta, verksmiðjan heitir “Giga factory”.

bottom of page