Tesla
Rafmagnsbílar
Bíllin sem mest var talað um er Tesla model S. Hann er með alls konar aukabúnað og er mjög tæknivæddur. Tesla model S er einstakur rafbíll þar sem hann getur farið úr 0 upp í 100 Km hraða á aðeins 2,7 sekúndum og er það mjög gott miðað við að hann er bara knúinn af rafmagni og engu öðru. Það sem er áhugaverðast við Tesla bílana er það að þeir bílar sem eru framleiddir í verksmiðjunni hafa allir hugbúnað sem gerir ökumanninum kleift að setja hann í sjálfstýringu og er hann talinn vera öruggari en sumir bílstjórar þar sem það er neyðarhemlun þannig að ef eitthvað skýst fyrir bílinn er talið að sjálfstýringin gæti stoppað en ekki ef það væri ökumaður að stýra. Það eru átta myndavélar sem veita 360° af sjónarhorni í kringum bílinn sem ná að sjá áfram allt til 250 metra. Tólf skynjarar klára þessa sýn sem nema bæði harða og mjúka hluti úr 2x meiri fjarlægð en venjulegir skynjarar. Framan á bílnum er ratsjá sem sendir út rafsegulbylgjur sem sýnir ratsjánni hvað er fyrir framan bílinn og sér þetta í gegnum mikla rigningu, þoku, sandfok og meira að segja í gegnum næsta bíl sem er fyrir framan. Þú getur valið um hvort þú villt fá fórhjóladrifinn bíl eða framhjóladrifin en ef þú villt fá fjórhjóladrifinn bíl þá eru tveir mótorar í honum einn að framan og einn að aftan. Ef þú ert með fjórhjóladrifinn bíl getur þú farið frá 0 upp í 100 á 5,4 sekúndum ef þú ert með lélegustu rafhlöðuna en ef þú ert með bara með mótor á framdekkjunum þá ferðu frá 0 upp í 100 á 5,8 sekúndum með lélegustu rafhlöðuna. Tesla módel S er með 17 tommu snertiskjá innan í bílnum og er líka með útvarp, þú getur séð afturmyndavélina í honum, þú getur seð kort sem sýnir umferðina á götunum í rauntíma, þú getur líka séð hvað er mikið eftir af rafhlöðunni og hvað hún drífur langt, dagatal, getur tengt símann þinn við hann og talað í gegnum hann og svo er líka stýring sem sýnir þér hvert á að fara ef þú ert villtur. Skjárinn er eitt það mikilvægasta í bílnum þar sem hann stjórnar nánast öllu.